Til skírnar barn er borið
í blessun, von og trú,
þess líf í herrans hendur
við höfum falið nú.
Við biðjum guð að gefa
því gæfu, styrk og þrá
til þess að efla og auðga
allt sem bæta má.
Þegar lygna ber við báru
blóðrautt sólarlag,
ryðst hér framm úr rústum dagsins
rökkurbandalag.
Sveipar dalinn dularslæðum,
drýpur þögn af grein.
Sefur brim á svöluvogum,
sorg mín vakir ein.
Þau koma
eins og votir stormsveipir,
rjúfa hljóðmúrinn
og þrengja sér inní sviðsljósið.
Lítil umbúðalaus börn
með örlög heimsins
í farteskinu.
Snæða af skilningstré
góðs og ills,
vaxa yfir höfuð
og verða að foreldrum
Flokkur: Bloggar | 29.4.2008 | 05:21 (breytt kl. 05:24) | Facebook
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.